IS
ATEX ÖRYGGISLEIÐBEININGAR (A)
ATEX reglugerðirnar um vörur sem notaðar eru í umhverfi þar sem hætta getur verið á sprengingu byggjast á ESB
94/9/EC. Þessi Peltor vara er prófuð og vottuð í samræmi við ATEX og IECEx tilskipanirnar af tilkynntum aðila ID
0470 (Nemko Noregi). Framleiðsluferlið er vottað í samræmi við ATEX reglugerðirnar af Vottunarstofnuninni ID
0470 (Nemko Noregi).
Yfirlýsing um samræmi:
Peltor lýsir því yfir ATEX vottaðar vörur uppfylli lágmarkskröfur og önnur viðeigandi ákvæði í tilskipun 94/9/EC.
Viðeigandi tæknilýsingar fyrir Ex i, eðlislægt öryggi:
Ex ib IIC T4 II 2 G, Ex I MI Ex ia l
Öryggisleiðbeiningar:
1. Gakktu úr skugga um að tæknilýsingar fyrir tengingar á milli þessa Peltor-tækis og útvarpsmóttakarans hafi verið
bornar saman í samræmi við EN 60079-14 (grein 12.2.5).
2. Eingöngu má nota samþykkta upprunalega Peltor-fylgihluti, til dæmis útvarpssnúrur, með þessu Peltor-tæki.
3. Allar tengingar við þessa vöru eru bannaðar í rými þar sem hætta getur verið á sprengingu.
4. Þjónusta: Notið eingöngu viðurkennda Peltor-þjónustu
5. Lestu notendaleiðbeiningarnar vandlega áður en þú notar vöruna
6. Þessa vöru má einungis nota við hitastig á bilinu −20 °C til + 40 °C með viðurkenndum rafhlöðutegundum
(sjá að neðan).
Það ræðst af tegund rafhlöðusellu við hvaða umhverfishita má nota tækið (sjá að neðan).
Eftirfarandi rafhlöður (tegundir sellu) eru viðurkenndar til notkunar í tækinu:
Framleiðandi:
Duracell
Energizer
Ekki má skipta um rafhlöður í umhverfi þar sem hætta er á sprengingum.
ATHUGASEMD
Sérstakar reglur um örugga notkun
Ex-vottunin (EC-gerðarprófunarvottorð: Nemko 10ATEX 1029X) inniheldur takmarkanir um rafræn gögn í tengdum
búnaði
Tæknilýsing á Tactical XP tengi:
Leyfðar hámarksbreytur fyrir inntak eru:
Uimax: 14V
limax: 1,2A
Limax: Hverfandi
Cimax: 231nF
Pimax: 1,3W
Aðrar línuinntaksbreytur á línu í samræmi við tæknilýsingu í tengiskjali
Tactical XP Intrinsically Safe
Peltor Tactical XP heyrnarhlífarnar eru búnar hljóðtengingu fyrir ytra útvarp og styrkstýringu sem magnar upp veik
hljóð en deyfir þau sterku. Aðgerðirnar ytri hljóðtenging og styrkstýring eru óháðar hvor annarri en það tryggir að
tækið er bæði áreiðanlegt og öruggt í notkun. Þetta tæki hefur verið prófað og vottað í samræmi við:
PPE-tilskipun 89/686/EEC og EMC-tilskipun 89/336/EEC sem þýðir að tækið uppfyllir kröfur til CE-merkingar.
ATEX, sjá ÖRYGGISLEIÐBEININGAR (A)
Kynntu þér þessar leiðbeiningar nákvæmlega til þess að tryggja þér sem besta nýtingu á nýju heyrnarhlífunum
þínum frá Peltor.
AÐGERÐIR
• Tactical XP heyrnarhlífarnar eru búnar jafnvægisstilli, tónjafnara, tímastilli og styrkstillingu fyrir ytri hljóðtengingu
og tengistillingu fyrir utanaðkomandi hljóðgjafa.
• Síðustu stillingar eru vistaðar þegar slökkt er á tækinu, nema hár tónstyrkur á ytri hljóðtengingu.
• Tækið slekkur sjálfvirkt á sér eftir tvær klukkustundir ef það er ekki í notkun. Tvö tónmerki heyrast á tíu sekúndna
fresti í mínútu eftir 1.59 klukkustunda notkun. Þau gefa til kynna að slökkt verði á því.
• Þrjú viðvörunarmerki á hálfrar mínútu fresti heyrast þegar spennan er orðin lág tíu klukkustundum áður en slökknar
á heyrnartólunum. Bil á milli viðvörunarmerkja styttist eftir því sem hleðsla minnkar í rafhlöðunum.
Gerð rafhlöðu:
MN1500, Procell PC1500
E91, Industrial EN91
Notkunarsvið: –20°C til +40°C
Notkunarsvið: –20°C til +40°C
67