3M Peltor Tarctical XP Manual De Instrucciones página 68

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 38
IS
Skiptu aldrei um rafhlöðu þegar kveikt er á tækinu
VIÐVÖRUN! Virkni getur versnað eftir því sem hleðsla minnkar í rafhlöðunum.
Að jafnaði má búast við því að hægt sé að nota tæki þetta samfleytt í 1000 klukkustundir. Samfleytt notkun er
skilgreind sem 20% notkun í hljóðlausum ham 45-50dB(A), 60% notkun í meðalstyrksham 70-75dB(A) og 20%
notkun í hástyrksham 95-100dB(A). Endingartími rafhlöðu getur verið breytilegur, allt eftir því hvaða tegund er
notuð og við hvaða hitastig.
• Skautunarvörn verndar straumrásina sé rafhlöðum snúið öfugt.
• Tækið er búið hljóðinntaki með innstungu svo hægt sé að hlusta á utanaðkomandi útvarp.
• Þegar sjálfvirka styrkstillingin er virk dregur úr mögnun ef utanaðkomandi hljóðgjafi kemur inn á hljóðinntakið.
• Yfirlitsstilling (normal) tryggir að sameiginlegur hljóðstyrkur allra utanaðkomandi hljóðgjafa í tólinu fer aldrei yfir
82 dB.
HVAÐ ER HVAÐ? (C)
1a. Höfuðspöng sem fella má saman (málmplata)
1b. Hnakkaspöng (ryðfrítt stál)
1c. Hjálmfestingar (MT1H7P3*2)
1d. Heyrnartól til notkunar með PTT millistykki.
2. Sjálfstæðir höfuðspangarvírar (ryðfrítt stál).
3. Lágt tveggja punkta upphengi.
4. Þéttihringir fyrir eyra (PVC-þynna, PUR frauð og fljótandi)
5. Á/af og styrkstillingar.
6. Val- og stillihnappar.
7. Rafhlöðuhlíf.
8. Hljóðnemar.
9. Hljóðinntak.
10. Talhljóðnemi (bara á sumum gerðum) sem gefur kost á samskiptum í báðar áttir um talstöð eða síma. Þá þarf
sérstakt millistykki eða snúru.
Gættu þess að hljóðinntakið sé notað til þess að tengja hljóðnemann.
Hafðu talhljóðnemann 3 mm frá vörum til þess að fá sem besta styrkaðlögun vegna umhverfishljóða.
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR FYRIR NOTENDUR
Setja ber heyrnarhlífarnar upp og stilla þær, hreinsa og halda við í samræmi við leiðbeiningar í þessari notendahandbók.
• Heyrnarhlífarnar eru búnar sjálfvirkri styrkstillingu. Notanda ber að kynna sér rétta notkun áður en þær eru teknar
í notkun. Ef óvenjuleg hljóð heyrast eða bilun kemur fram ber notanda að leita til framleiðanda eftir ráðum um
umönnun og rafhlöðuskipti
• Bera þarf heyrnarhlífarnar allan þann tíma sem dvalist er í hávaðasömu umhverfi til þess að tryggja fulla vernd.
• Viss efnafræðileg efni geta haft slæm áhrif á vöruna. Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda.
• Heyrnarhlífarnar eru búnar rafrænum hljóðinngangi. Notanda ber að kynna sér rétta notkun áður en heyrnarhlífarnar
eru teknar í notkun. Ef óvenjuleg hljóð heyrast eða bilun kemur fram ber notanda að fylgja ráðum framleiðanda.
• Þegar truflanir aukast eða hljóðstyrkur verður of lágur er kominn tími til að skipta um rafhlöður. Skiptu aldrei
um rafhlöður þegar kveikt er á tækinu. Gættu þess að rafhlaðan snúi rétt fyrir notkun. Sjá teikningu í kafla um
UMÖNNUN.
• Geymdu ekki heyrnarhlífar með rafhlöðum í.
• Við sérstaklega kaldar aðstæður skal hita heyrnarhlífarnar áður en þær eru teknar í notkun.
• Heyrnarhlífarnar, og þá einkum þéttihringina, þarf að skoða með jöfnu millibili til að fyrirbyggja sprungur og aðrar
bilanir sem leiða af langvinni notkun.
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á hljóðfræðilega eiginleika heyrnarhlífanna.
Ath.: Sé ekki farið eftir þessum leiðbeiningum getur það haft óæskileg áhrif á hljóðdeyfingu og virkni hlífanna.
• Eðlislægt öryggi (ATEX) á ekki við séu tæknilegar breytingar gerðar á Ex-vottuðum vörum. Einungis má nota
fylgihluti með sama gerðarheiti og upprunalegur búnaður.
VIÐVÖRUN!
Hljóðmerkið frá sjálfvirku styrkstillingunni í þessum heyrnarhlífum getur orðið hærra en ytri hljóðstyrkur.
Viðvörun! Hljóðmerkið frá rafeindahljóðrásinni í þessum heyrnarhlífum getur orðið hærra en leyfður daglegur ytri
hljóðstyrkur.
MIKILVÆGT! Besta verndin fæst með því að færa hárið frá eyrum þannig að þéttihringirnir falli vel að höfðinu.
Gleraugnaspangir verða að vera eins þunnar og mögulegt er og falla þétt að höfðinu.
68

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido