7.1 Inntaksmerki púlsvíddarmótunar stillt
Til að virkja ytri stjórnstillinguna (snið púlsvíddarmótunar A) þarf
merkjasnúru sem tengd er við ytra kerfi. Snúrutengið er með þrjár
leiðslur: fyrir inntaksmerki, úttaksmerki og tilvísunarmerki.
Leiðari
Inntak merkis
Tilvísun merkis
Úttak merkis
Snúran fylgir ekki með dælunni en hana er hægt að panta sem
aukabúnað. Lengd snúrunnar má ekki fara yfir 3 metra.
Tengja þarf snúruna við stjórntölvuna með litlu Superseal-
tengi. Sjá mynd Lítið Superseal-tengi.
Lítið Superseal-tengi
Að stilla merkjatenginguna
1. Gangið úr skugga um að slökkt sé á dælunni.
2. Finnið merkjatengingu púlsvíddarmótunar á dælunni. Pinnarnir
þrír inni í merkjatengingunni leiða ekki straum.
3. Tengið merkjasnúruna með litla Superseal-tenginu.
4. Hleypið rafmagni á.
5. Dælan greinir sjálfkrafa hvort gilt púlsvíddarmótunarmerki er í
boði og virkjar stjórnstillinguna á dælunni. Sjá mynd
Merkjasnúran tengd við ALPHA1 L. Ef dælan greinir ekki
púlsvíddarmótunarmerki eða ef merkið jafngildir núlli mun dælan
skipta yfir í stjórnstillinguna sem var valin áður en hún tengdist
við púlsvíddarmótunarmerki.
1 x 230 V - 15 %/+ 10 %
∽ 50/60 Hz
Merkjasnúran tengd við ALPHA1 L
650
Litur
Brúnn
Blár
Svartur
8. Viðhaldsþjónusta
HÆTTA
Rafstuð
Dauði eða alvarleg meiðsl
‐
Fagmenntaðir rafvirkjar verða að framkvæma alla
vinnu við raftengingar, í samræmi við staðbundnar
reglugerðir.
HÆTTA
Rafstuð
Dauði eða alvarleg meiðsl
‐
Slökkvið á aflgjafanum áður en unnið er með vöruna.
Gangið úr skugga um að ekki sé hætta á að rafmagni
verði hleypt á fyrir slysni.
VARÚÐ
Heitt yfirborð
Minni háttar eða miðlungsalvarleg meiðsl
‐
Dæluhlífin kann að vera heit vegna þess að vökvinn í
dælunni er brennandi heitur. Lokið einangrunarlokun-
um á hvorri hlið dælunnar og bíðið þar til dæluhlífin
kólnar.
VARÚÐ
Kerfi undir þrýstingi
Minni háttar eða miðlungsalvarleg meiðsl
‐
Tæmið kerfið eða lokið einangrunarlokunum sitt hvor-
um megin við dæluna áður en dælan er tekin í sundur.
Vökvinn í dælunni gæti verið brennandi heitur og undir
miklum þrýstingi.
Öll viðhaldsvinna verður að vera á höndum aðila með til-
skilda fagþekkingu.
8.1 Varan tekin í sundur
1. Slökkvið á aflgjafanum.
2. Togið tengið út. Leiðbeiningar um hvernig tengið er tekið í
sundur má finna í kafla Tengið tekið í sundur.
3. Lokið einangrunarlokunum tveimur á hvorri hlið dælunnar.
4. Losið tengin.
5. Fjarlægið dæluna úr kerfinu.
Tengdar upplýsingar
8.2 Tengið tekið í sundur
8.2 Tengið tekið í sundur
1. Losið þéttihring snúrunnar og tengiróna á miðri hlíf
tengikassans.
2. Fjarlægið hlíf tengikassans.
3. Losið skrúfurnar á aflgjafatenginu og aftengið leiðslur snúrunnar.
4. Togið rafmagnssnúruna aftur í gegnum þéttihring snúrunnar og
hlíf tengikassans.