BILANALEIT
Ef matvinnsluvélin þín vinnur ekki eðlilega skaltu athuga eftirfarandi:
Matvinnsluvél gengur ekki:
• Gakktu úr skugga um að skálin og lokið
séu almennilega samstillt og læst á sínum
stað og að stóri matvælatroðarinn sé
ísettur í mötunartrekktina.
• Þegar stóra opið á mötunartrekktinni er
notað skaltu ganga úr skugga um að hráefni
fari ekki yfir hámarkslínuna á trekktinni.
Lína fyrir hámarks fyllingu
• Ýttu aðeins á einn hnapp í einu.
Matvinnsluvélin virkar ekki ef ýtt
er á fleiri en einn hnapp í einu.
• Er matvinnsluvélin í tengd við rafmagn?
• Er öryggið fyrir innstunguna sem
matvinnsluvélin notar í lagi? Gakktu úr
skugga um að lekaliði hafi ekki slegið út.
• Taktu matvinnsluvélina úr sambandi,
settu hana síðan aftur í samband við
innstunguna.
• Ef matvinnsluvélin er ekki við stofuhita
skaltu bíða þar til hún nær stofuhita og
reyna aftur.
í mötunartrekkt
Matvinnsluvél rífur ekki eða
sneiðir almennilega:
• Gakktu úr skugga um að hnífur skífunnar
snúi upp á sameiginlega millistykkinu.
• Ef verið er að nota stillanlegu sneiðskífuna
skal gæta þess að það sé stillt á rétta þykkt.
• Gættu þess að hráefnin henti fyrir sneiðingu
eða rif. Sjá „Ráð til að ná frábærum árangri".
Ef lok vinnuskálar lokast ekki þegar
skífan er notuð:
• Gakktu úr skugga um að diskurinn sé settur
í á réttan hátt, með festingunni ofan á og
hann sé staðsettur rétt á drifmillistykkinu.
Ef vandamálið er ekki vegna neins af
ofangreindum atriðum, sjá hlutann
„Ábyrgð og Þjónusta".
Festing
393