3M Versaflo BT-60 Serie Manual Del Usuario página 29

Ocultar thumbs Ver también para Versaflo BT-60 Serie:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 16
1. Losið alveg um höfuðólarnar.
2. Lyftið Y-greinum BT-60 Series slöngunnar ásamt heilgrímunni upp yfir
höfuðið svo Y-greinar öndunarslöngunnar liggi á öxlum notanda og
andlitsþéttir heilgrímunnar sé fyrir framan notanda.
3. Haldið um framhlið heilgrímunnar með annarri hendi og haldið ólunum
frá heilgrímunni með hinni hendinni þannig að pláss myndist fyrir höfuðið.
4. Dragið heilgrímuna niður yfir höfuðið þannig að höfuðólarnar nemi við
hnakkann.
5. Gætið þess að nefið liggi í nefskálinni og hakan í hökuskálinni, ýtið
síðan heilgrímunni þétt og jafnt upp að andlitinu (mynd 12).
6. Herðið neðri ólarnar hvora fyrir sig. Gætið þess að herða jafnt báðum
megin (mynd 13).
7. Herðið síðan efri ólarnar hvora fyrir sig. Gætið þess að herða jafnt
báðum megin (mynd 14).
Athugið: Það gæti verið auðveldara að lyfta öndunarslöngunni upp yfir
höfuðið þannig að hún sé fyrir framan líkamann, en þá er þægilegra að
herða neðri ólarnar (mynd 15 ). Þegar ólarnar hafa verið hertar skal lyfta
öndunarslöngunni aftur upp yfir höfuðið svo hún liggi við bak notanda
(mynd 16).
ÞÉTTNIPRÓFUN
Prófun á yfirþrýstingi í andlitsþétti
1. Leggið lófa annarrar handar yfir útöndunarlokann og andið rólega út.
Ef heilgríman/hálfgríman þenst svolítið út og ekkert loft lekur á milli
andlitsins og heilgrímunnar/hálfgrímunnar hefur búnaðurinn verið rétt
stilltur (sjá myndir 17a, 17b eða 17c, allt eftir því hvort um heilgrímu eða
hálfgrímu er að ræða).
2. Ef vart verður við loftleka meðfram andlitsþéttinum skal stilla
heilgrímuna/hálfgrímuna betur á andlitinu og/eða stilla höfuðólarnar betur
til að stöðva lekann. Endurtakið skref 1.
Prófun á undirþrýstingi í andlitsþétti
1. Lokið alveg fyrir þann enda öndunarslöngunnar sem liggur við
loftdæluna með lófanum (mynd 18).
2. Andið rólega inn og haldið andanum niðri í 5 til 10 sekúndur. Ef
heilgríman/hálfgríman fellur örlítið saman situr hún rétt og vel.
3. Ef vart verður við loftleka skal stilla heilgrímuna/hálfgrímuna betur á
andlitinu og/eða stilla höfuðólarnar betur til að stöðva lekann. Endurtakið
skref 1—2.
^ Ef EKKI tekst að láta hlífina passa rétt skal EKKI fara inn á
hættusvæði.
Allir notendur ættu að máta öndunarhlíf til samræmis við landslög.
Hafið samband við 3M til að fá nánari upplýsingar um verkferli við prófun
fyrir hvern notanda.
Loftdæla tengd og sett upp
1. Setjið neðri enda öndunarslöngunnar í úttakið á loftdælunni og snúið
endanum á öndunarslöngunni til að ganga úr skugga um að hún sé
tryggilega föst.
2. Kveikið á loftdælunni með því að halda hnappinum „On" inni í 1
sekúndu. Nánari upplýsingar um hvernig tryggja skal að loftdælan virki
rétt má finna í notendaleiðbeiningum TR-602E/TR-802E loftdælunnar.
Athugið: BT-60 Series öndunarslangan verður að vera tengd við
TR-602E/TR-802E loftdæluna áður en kveikt er á loftdælunni til að
þéttingin verði sem mest. Ef kveikt er á loftdælunni áður en BT-60 Series
öndunarslangan er tengd nær loftdælan ekki þéttri tengingu. Til að virkja
þétta tengingu þarf að slökkva á loftdælunni og kveikja á henni aftur með
BT-60 Series öndunarslönguna tengda. Þétt tenging er gefin til kynna á
loftdælunni þegar táknmyndin fyrir andlitshlíf lýsir (sjá mynd 2). Þegar
loftdælan er í gangi og tenging er þétt verður tengingin áfram þétt jafnvel
þótt öndunarslangan sé fjarlægð, að því gefnu að ekki sé slökkt á
loftdælunni. Þegar tenging er þétt starfar loftdælan af lægsta krafti sem
stilltur hefur verið, sem er þægilegra fyrir notanda
heilgrímunnar/hálfgrímunnar.
3. Stillið mittisólina og spennið hana á þannig að loftdælan falli þægilega
að mittinu, og gangið úr skugga um að ekki sé snúningur á
öndunarslöngunni.
Í NOTKUN
Notkun með slökkt á búnaðinum telst ekki eðlileg. Aftur á móti er veitt
minnkuð vernd til að hægt sé að yfirgefa mengað svæði á öruggan hátt.
Gætið þess að öndunarslangan vefjist ekki utan um framstæða hluti í
umhverfinu
Nánari upplýsingar eru í notendaleiðbeiningum TR-602E/TR-802E
loftdælunnar.
LEIÐBEININGAR UM HREINSUN
Fylgið leiðbeiningum um hreinsun sem lýst er nákvæmlega í
notendaleiðbeiningum þeirrar heilgrímu/hálfgrímu sem notuð er og í
notendaleiðbeiningum TR-602E/TR-802E loftdælunnar.
Hægt er að hreinsa öndunarslönguna með hreinum klút sem vættur er í
mildri lausn úr vatni og fljótandi uppþvottalegi. Ekki má nota bensín,
klórborin fituhreinsiefni (svo sem tríklóretýlen), lífræn leysiefni eða
hreinsiefni sem innihalda slípiefni til að hreinsa neina hluta búnaðarins.
Einnig má leggja öndunarslönguna í bleyti í vatni.
GEYMSLA OG FLUTNINGUR
Nánari upplýsingar eru í notendaleiðbeiningum þeirrar
heilgrímu/hálfgrímu sem notuð er og notendaleiðbeiningum
TR-602E/TR-802E loftdælunnar.
TÆKNILÝSING
(Nema annað sé tekið fram í sérleiðbeiningunum)
Öndunarhlífar
EN 12942:1998+A2:2008
Nafngildi varnarþáttar* = 200
EN12492 TM2 með 3M™ hálfgrímu sem tengd er við 3M™ Versaflo™
TR-602E/TR-802E loftdælu
Nafngildi varnarþáttar* = 2000
EN12942 TM3 með 3M™ heilgrímu sem tengd er við 3M™ Versaflo™
TR-602E/TR-802E loftdælu
* Nafngildi varnarþáttar (NPF) - tala sem er leidd af hámarkshlutfalli
heildarleka inn á við sem heimilaður er í viðeigandi Evrópustöðlum fyrir
tiltekinn flokk öndunarhlífa.
Mörg lönd nota úthlutaða varnarþætti (Assigned Protection Factor, eða
APF). Til dæmis:
APF í Þýskalandi: 100 (EN12942 TM2-kerfi) og 500 (EN12942 TM3-kerfi)
APF í Bretlandi: 20 (EN12942 TM2-kerfi) og 40 (EN12942 TM3-kerfi)
Vinnuveitendur geta sótt um lægra gildi en uppgefið NPF/APF, ef það
telst eiga við.
Kynnið ykkur EN 529:2005 og staðbundnar leiðbeiningar um vinnuvernd
þegar þessi tölugildi eru höfð til hliðsjónar á vinnustaðnum. Hafið
samband við 3M til að fá frekari upplýsingar.
Eiginleikar úttaksstreymis
Lágmarksgildi framleiðanda fyrir hönnunargerð (MMDF) 115 l/mín
Hefðbundið flæði – nafngildi 135 l/mín
Miðlungsflæði – nafngildi 150 l/mín
Mikið flæði – nafngildi 170 l/mín
Lágmarks rafhlöðuending (klukkustundir)*
Venjulegt
flæði
* Áætluð kerfisending út frá prófunum með nýrri rafhlöðu og nýrri, hreinni
síu við 20°C. Raunveruleg kerfisending kann að vera lengri eða styttri,
allt eftir uppsetningu kerfisins og umhverfi.
VIÐURKENNINGAR
Þessar vörur eru gerðarviðurkenndar og skoðaðar árlega af: BSI Group,
The Netherlands B.V. Say Building, John M. Keynesplein 9, 1066 EP
Amsterdam, Hollandi, tilkynntur aðili nr. 2797 og/eða BSI Assurance UK
Ltd, Kitemark Court, Davy Avenue, Knowlhill, Milton Keynes, MK5 8PP,
Bretlandi, tilkynntur aðili nr. 0086.
Þessar vörur uppfylla kröfur Evrópureglugerðar (ESB) 2016/425 og
gildandi laga. Upplýsingar um gildandi Evrópulöggjöf / staðbundna
löggjöf og tilkynntan aðila má finna með því að skoða vottanir og
samræmisyfirlýsingar sem finna má á www.3m.com/Respiratory/certs.
28
Miðlungsflæ
Mikið
ði
flæði

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido