3. Notið borskapalónið til að merkja fyrir borgötum á
fjórum stöðum á uppsetningarstaðnum. Sjá Mynd 8
og Mynd 9.
4. Borið fjögur göt með 8 mm þvermáli á merktu
stöðunum.
ÁBENDING
Nota skal miðgatið (1) fyrir raflagnir. Nota verður
vinstra gatið (2) þegar notast er við LAN-snúruna. Sjá
einnig Mynd 9.
5. Setjið hölduna í efri borgötin með 2 töppum og 2
skrúfum, 6 x 70 mm, T25.
6. Takið neðri hlífina af tengisvæði hleðslustöðvarinnar.
Mynd 1
1. Takið spíralbeygjuvörnina af tengisvæði
hleðslustöðvarinnar og leggið hana hjá hinum
hlutunum sem fylgdu með.
2. Ef lagnir eru lagðar utan á vegg skal útbúa op fyrir
rafmagnsleiðslu með þar til ætluðum rifgötum á
bakhlið hleðslustöðvarinnar (ef þörf krefur skal
hreinsa brúnirnar með sívalri þjöl).
IS
3. Stingið rafmagnsleiðslunni í gegnum þar til ætlað
inntaksop og setjið hleðslustöðina á hölduna sem
búið var að setja upp.
4. Festið hleðslustöðina í festigötin á neðra
tengisvæðinu með 2 skrúfum, 6 x 90 mm, T25.
Hersluátakið má ekki vera meira en 6 Nm.
4.3.1
Hleðslusnúran tengd
1. Rennið spíralbeygjuvörninni yfir meðfylgjandi
hleðslusnúru og látið opið sem ekki er skrúfgangur í
snúa fram.
2. Setjið hleðslusnúruna í gegnum foruppsettu
þéttiklemmuna.
ÁBENDING
Gætið þess að foruppsetta þéttigúmmíið sitji rétt í
þéttiklemmunni.
3. Ýtið hleðslusnúrunni að lágmarki 10 mm yfir efri brún
klemmusvæðisins á togfestuklemmunni.
4. Snúið beygjuvarnarspíralnum nokkra snúninga upp á
þéttiklemmuna.
154
ÁBENDING
Ekki herða strax.
Mynd 2
5. Skrúfið meðfylgjandi togfestuklemmu í réttri stöðu á
hleðslusnúruna.
ÁBENDING
Á togfestuklemmunni eru tvær mögulegar
staðsetningar fyrir hleðslusnúrur í 11 kW og 22 kW
útfærslu.
Gangið úr skugga um að áletrunin „11 kW installed"
sé sýnileg þegar um 11 kW er um að ræða.
6. Setjið togfestuklemmuna upp í réttri stöðu með
meðfylgjandi sjálfsnittandi Torx-skrúfum
(6,5 x 25 mm) og herðið með 5,5 Nm átaki. (Varúð:
Gætið þess að snúa skrúfunum ekki of mikið).
7. Togfestuklemman verður að liggja slétt á þegar hún
hefur verið skrúfuð föst.
ÁBENDING
Togið í hleðslusnúruna til þess að ganga úr skugga um
að hleðsluleiðslan hreyfist ekki lengur.
8. Skrúfið síðan beygjuvarnarspíralinn á þéttiklemmuna
með 4 Nm átaki.
9. Notið slétt skrúfjárn (3,5 mm) til að tengja hvern
leiðsluenda fyrir sig við hægri klemmublokkina með
áletruninni „OUT" eins og sýnt er á myndinni (Mynd
4)).
10. Það er gert með því að ýta skrúfjárninu inn í þar til
ætlað efra op gormafjöðrunarinnar á
klemmublokkinni og opna þannig klemmugorminn.
11. Stingið síðan viðkomandi leiðslu inn í þar til ætlað
tengiop á klemmublokkinni (neðra opið).
12. Dragið skrúfjárnið síðan aftur úr og togið í snúruna til
að ganga úr skugga um að allar leiðslurnar séu rétt
klemmdar.
Hleðslusnúra
Lýsing
N
Blár
L1
Brún
L2
Svört
L3
Grá
Hleðslusnúra
Lýsing
PE
Gul-græn
Stýrileiðsla (CP)
Svört-hvít
Mynd 3
1. Tengið svörtu og hvítu stýrileiðsluna (CP) ásamt
vírendahulsu við klemmuna (neðsta tengi 1).
ÁBENDING
Þrýstið hvíta gormtenginu hægra megin við tengið
niður á meðan stýrileiðslan er sett alla leið inn.
2. Togið í leiðsluna til að ganga úr skugga um að hún sé
rétt klemmd.
4.3.2
Skipt um hleðslusnúru
Hleðslusnúrur slitna með tímanum og geta orðið fyrir
skemmdum, t.d. þegar keyrt er yfir þær, en í þessum
tilvikum þarf að skipta um snúrurnar.
VIÐVÖRUN
Faglærður rafvirki verður að sjá um að skipta um
hleðslusnúruna.
HÆTTA
Hætta er á banvænu raflosti.
Takið rafmagnið af hleðslustöðinni í rafkerfi
u
hússins og komið í veg fyrir að hægt sé að setja
það aftur á í ógáti.
ÁBENDING
Aðeins má nota upprunalega varahluti frá Webasto.
ÁBENDING
Á meðan Webasto Next er í notkun má ekki skipta um
hleðslusnúruna oftar en fjórum sinnum.
ÁBENDING
Þegar þörf er á varahlut skal hafa samband við
uppsetningaraðila eða hringja í þjónustusíma
Webasto.
Verklag þegar skipt er um hleðslusnúru:
1. Takið strauminn af og takið hleðslusnúru bílsins úr
sambandi.
2. Takið hlífina af tengisvæði vegghleðslustöðvarinnar.
3. Losið um klemmur og skrúfaðar festingar
hleðslusnúrunnar.
5111233B_ISI_Next