IS
8.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
8.1. AÐ KVEIKJA/SLÖKKVA (POWER ON/OFF) Á
HEYRNARTÓLUNUM
1. Þrýstu á + hnappinn og haltu honum niðri að lágmarki í 3
sekúndur.
Heyrnartólin gefa til kynna stöðu heyrnartólanna með
viðeigandi raddskilaboðum „Power On" eða „Power Off"
(Kveikt/Slökkt).
8.2. AÐ STILLA HLJÓÐSTYRKINN
• Ýttu snöggt á + hnappinn til að hækka umhverfishljóð.
• Ýttu snöggt á - hnappinn til að lækka umhverfishljóð.
• Þrýstu á - hnappinn uns raddskilaboðin „Ambient listening
off" (Slökkt á umhverfishlustun) heyrast til að slökkva á
umhverfishljóðnemanum. Heyrnartólin eru nú í þöglum
ham.
~ 0.5 sec
Heyrnartólin gefa hæstu styrkstillingu til kynna með
hljóðmerki.
8.3. TVÖFÖLD VERND OG EYRNATAPPAHAMUR
ComTac™ VIII heyrnartólin eru hönnuð til að leyfa tvöfalda
heyrnarvernd gegn váhrifum mikils hávaða. Nota má TEP-300
eða órafræna (hlutlausa) heyrnarvernd undir ComTac™ VIII
heyrnartólunum til að fá tvöfalda heyrnarvernd. Sé órafræn
(hlutlaus) heyrnarvernd notuð gæti orðið nauðsynlegt að stilla
ComTac™ VIII heyrnartólin í eyrnatappaham til að viðhalda
vitund um og hlustun á umhverfi og fjarskiptabúnað.
ATHUGASEMD: Notandinn þarf að tryggja að heyrnarverndin
falli nógu vel að bæði í-eyra og yfir-eyra til að njóta tvöfaldrar
heyrnarverndar.
8.3.1. TVÖFÖLD HEYRNARVERND MEÐ TEP-300
1. Settu TEP-300 í og ræstu. Upplýsingar má finna í
notendaleiðbeiningum TEP-300.
2. Settu ComTac™ VIII heyrnartólin yfir eyrum og gangsettu
tækið. Kynntu þér kaflann „8.1. Að kveikja/slökkva (Power On/
Off) á heyrnartólunum".
108
ON ~ 3 sec
OFF ~ 3 sec
4
3
2
1
8.3.2. TVÖFÖLD VERND MEÐ HLUTLAUSRI
HEYRNARVERND OG EYRNATAPPAHAM
Eyrnatappahamurinn hentar þegar þörf er fyrir tvöfalda
heyrnarvernd og notandi kýs hlutlausan verndarbúnað, til
dæmis 3M™ E-A-R™ Classic™ eyrnatappann.
VIÐVÖRUN! EKKI nota heyrnartólin í Eyrnatappaham án rétt
upp settra eyrnatappa undir eyrnaskálunum, hækkaður
hljóðstyrkur gæti náð hættulegu stigi. Séu rétt upp settir
eyrnatappar ekki notaðir í Eyrnatappaham, gæti það leitt til
heyrnartaps eða meiðsla.
1. Komdu hlutlausu heyrnarverndinni fyrir á réttan hátt.
Kynntu þér notandaupplýsingar fyrir E-A-R Classic
eyrnatappa.
2. Settu ComTac™ VIII heyrnartólin yfir eyrun.
Sé slökkt á heyrnartólunum:
3. Þrýstu á + hnappinn og haltu honum niðri uns
raddskilaboðin „Power On" (Kveikt) heyrast.
4. Haltu + hnappinum niðri uns raddskilaboð staðfesta
„Earplug Mode" (Eyrnatappaham).
5. Slökktu á ComTac™ VIII heyrnartólunum til að slökkva á
eyrnatappaham.
Sé kveikt á heyrnartólunum:
3. Þrýstu á + hnappinn og haltu honum niðri uns
raddskilaboðin „Power Off" (Slökkt) heyrast.
4. Haltu + hnappinum niðri uns raddskilaboð staðfesta
„Earplug Mode" (Eyrnatappaham).
5. Slökktu á ComTac™ VIII heyrnartólunum til að slökkva á
eyrnatappaham.
ATHUGASEMD: Heyrnartólin gefa fyrst til kynna að slökkt sé
á þeim. Haltu + hnappinum niðri uns raddskilaboð staðfesta
„Earplug Mode" (Eyrnatappahamur).
9.
AÐGERÐIR Í VALMYND
9.1. AÐ FARA UM VALMYNDAKERFIÐ
• Þrýstu á + og - hnappana samtímis til að opna
valmyndakerfið. Heyrnartólin gefa til kynna að notandinn
hafi opnað valmyndina með raddskilaboðunum „Menu"
(valmynd).
Menu
~ 0.5 sec
~ 7 sec