ON-Q* dæla með ONDEMAND* lyfjabershnapp
Leiðbeiningar um notkun
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR
Vinsamlegast lesið allar leiðbeiningarnar áður
en ON-Q* dælan er notuð. Fylgið vandlega öllum
leiðbeiningum til að tryggja öryggi sjúklingsins og/
eða notandans.
UPPLÝSINGAR TIL NOTANDA
• Til að fá sólarhringsstuðning hringið í 800-444-2728 eða
+1-949-206-2700 (aðeins á ensku).
• Farið á www.iflo.com eða hafið samband við söluaðila
ykkar varðandi nýjustu upplýsingar um vöruna og
tæknilýsingar sem eiga við um en takmarkast ekki við:
• Notkun ON-Q* dælunnar í nánd við
segulómskoðunarbúnað (Magnetic Resonance)
• Latexofnæmi
• Stöðug dreyping hjá öldrunarsjúklingum
• Notkun ON-Q* dælunnar við skurðaðgerðir á höndum
og fótum
• Val á magni og rennslishraða
• Hvað er vitað um brjóskleysingar í dag
• Blóðgjöf með eigin blóði í aðgerð
• USP 797
• Áhrif geymslutíma á rennslishraða í forfylltum ON-Q*
elastómerískum dælum
• Leiðbeiningar fyrir sjúklinga
VIÐVÖRUN
Hægt er að gefa lyfjaber að vild. Til að draga úr skaðlegum
áhrifum á sjúklinginn ætti að miða skammtagjöf við
heildarrennslismagn.
• Heildarrennslismagn merkir lyfjaber + grunnhraði. Til að
draga úr skaðlegum áhrifum á sjúklinginn ætti að miða
skammtagjöf við heildarrennslismagn.
• Vegna hættu á blóðþurrð er ekki mælt með notkun á
æðaþrengjandi efnum svo sem epínefríni við stöðugt
dreypi á eftirfarandi íkomuleiðum: á aðgerðarsvæði, við
taug og í gegnum húð (að undanteknu utanbastrými).
• Lyf eða vökva skal gefa í samræmi við leiðeiningar
framleiðanda þeirra. Læknir er ábyrgur fyrir ávísun
lyfs samkvæmt klínísku ástandi sjúklings (s.s. aldri,
líkamsþyngd, sjúkdómsástandi, samtímis lyfjagjöfum
o.s.frv.).
• Engin viðvörun eða hættumerki er gefið þegar rennsli
stöðvast, þess vegna er ekki mælt með því að gefa
lífsnauðsynleg lyf til dreypingar með ON-Q* tækinu ef
stöðvun rennslis eða ónógt rennsli getur valdið alvarlegum
skaða eða leitt til dauða.
• Engin vísbending er um stöðu dreypingardælunnar, því
skal gæta varúðar þar sem ofskömmtun lyfs getur valdið
alvarlegum skaða eða leitt til dauða.
• Dreyping verkjalyfja í utanbastrými er takmarkað við
notkun inniliggjandi holleggja sem eru sérstaklega
hannaðir fyrir lyfjagjöf í utanbastrými. Til þess að koma í
veg fyrir dreypingu lyfja sem ekki eru ábent til notkunar
í utanbastrými, skal ekki nota lyfjagjafarsett í æð með
tengjum fyrir aukaefni. Eindregið er mælt með því að
búnaður sem notaður er til að gefa lyf í utanbastrými sé
greinilega aðskilinn frá öllum öðrum dreypibúnaði.
• Til að koma í veg fyrir fylgikvilla skal nota minnsta
nauðsynlega rennsli, rúmmál og styrk lyfs til að ná
tilætluðum árangri. Þetta á einkum við um eftirfarandi:
• Forðist ísetningu holleggs í ytri enda útlima (t.d í
fingur, tær, nef, eyru, getnaðarlim o.s.frv.) þar sem
vökvamyndun getur orðið því þetta getur valdið
blóðþurrð eða drepi.
• Forðist ísetningu holleggs í liðamót. Þótt ekki sé fyrir
hendi endanlega staðfest orsakasamband, benda
heimildir til mögulegs sambands á milli stöðugrar
dreypingar í lið (einkum með lyfinu búpívakaíni) og
myndunar brjóskleysingar.
• Forðist þéttar umbúðir sem geta takmarkað blóðflæði
eða dreifingu vökva.
• Til að koma í veg fyrir samfellda ofskömmtun af lyfi sem
er umtalsvert meiri en heildarrennslismagn þarf að loka
klemmunni ef eitthvað af eftirfarandi á sér stað:
• Ef rauði flipinn er ekki fjarlægður eða ef hann brotnar
við það.
• Appelsínuguli endurfyllingarvísirinn fyrir lyfjaber er
ekki alltaf nálægt hæstu stöðu nema í 60 mínútur frá
því að ýtt er á lyfjabershnappinn.
• Lyfjabershnappurinn læsist ekki nema innan
30 mínútna frá því að ýtt er á lyfjabershnappinn.
Ef lyfjabershnappurinn smellur ekki aftur upp innan
30 mínútna, skal athuga stöðu appelsínugula vísisins:
• Lokið klemmunni ef appelsínuguli vísirinn er í neðstu
stellingu. Sískömmtun getur verið umtalsvert meiri en
heildarrennslismagnið.
59