Notkunarleiðbeiningar fyrir Blom-Singer® barkakýlisnámsslöngur
jarðolíuvörur til að hreinsa eða smyrja slönguna; þessi efni geta skemmt slönguna. Aðeins er
hægt að nota Blom-Singer® aukabúnað fyrir stóma með StomaSoft™ slöngunni; notkun á öðrum
aukabúnaði getur leitt til aukaverkana. Aldrei skal setja neinn hreinsibúnað inn í slönguna meðan
hún er staðsett í hálsinum; eingöngu má þrífa búnaðinn eftir að hann hefur verið fjarlægður úr
barkaraufinni. Slangan er eingöngu ætluð til notkunar hjá einum sjúklingi og má ekki deila á
milli sjúklinga; sýking getur komið fyrir ef henni er deilt, sem gæti leitt til veikinda eða alvarlegra
meiðsla. Skoðið slönguna fyrir hverja notkun með tilliti til merkja um skemmdir eins og sprungur
eða rifur, og notið hana ekki ef hún er skemmd. Ef skemmda verður vart, hafið samband við
kvörtunarþjónustu InHealth Technologies. Ekki gera neinar breytingar á slöngunni. Ekki nota
slönguna ef umbúðirnar eða sæfða pakkningin skemmist eða er opnuð í ógáti fyrir notkun; í
slíkum tilvikum skal farga slöngunni og nota nýja. Sjúklingar ættu að hafa samband við lækni ef
slangan passar ekki lengur rétt (t.d. erfitt að koma slöngunni fyrir), ef þeir eiga erfitt með öndun
þegar slangan er á sínum stað, eða ef þeir verða varir við bólgur, sýkingar, blæðingar, útferð eða
mikinn hósta meðan þeir nota slönguna.
MÖGULEGAR AUKAVERKANIR
Aukaverkanir sem hugsanlega krefjast fjarlægingar slöngunnar, hreinsunar og/eða
læknisfræðilegrar meðhöndlunar innifela en eru ekki takmarkaðar við: Mengun/sýking stóma,
innöndun af slysni á slöngu af óviðeigandi stærð inn í öndunarveginn, bilun í byggingu vegna
óhóflegrar notkunar og/eða hreinsunar og stíflur í slöngu vegna slíms.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Skoðið skýringarmyndirnar á framhlið þessarar notendahandbókar.
Þvoið hendur með sápu og vatni áður en slöngunni er komið fyrir eða hún fjarlægð.
Notandinn ætti að vera staðsettur fyrir framan spegil og láta skært ljós skína beint á stómað
(skýringarmynd 1).
Barkakýlisnámsslöngu komið fyrir
1. Setjið lítið magn af læknisfræðilega prófuðu, vatnsuppleysanlegu smurefni á brún stómans
til að hjálpa við innsetningu, ef vill (skýringarmynd 2).
2. Ef þörf krefur er hægt að brjóta eða þjappa enda slöngunnar örlítið saman til að laga að
útlínum barkans (skýringarmynd 3).
3. Stingið innsetningarenda slöngunnar í neðri brún stómans og stingið henni síðan að fullu
inn í stómað þar til stærri trektarlagaði endi hennar liggur upp við húðina umhverfis opið
(skýringarmynd 4).
Að festa valkvæðan barkakýlisnáms‑ eða barkaraufarslönguhaldara (seldur sér)
1. Festið böndin með því að setja þau í götin á hlið slöngunnar þannig að fliparnir á böndunum
beinist frá slöngunni (skýringarmynd 5).
2. Leiðið böndin í kringum hálsinn aftanverðan og bindið til að festa. Böndin ættu að vera
nægilega laus til að leyfa eina fingurbreidd á milli bakhliðar bandanna og yfirborðs hálsins.
Barkakýlisnámsslönga fjarlægð
1. Er notaður er slönguhaldari, leysið festingarböndin (skýringarmynd 6).
2. Fjarlægið slönguna úr stómanu (skýringarmynd 7).
Aukabúnaður festur við eða fjarlægður (eingöngu StomaSoft™ gerðir)
Til að setja inn aukabúnað: grípið ytri brún aukabúnaðarins og þrýstið ofan á efsta hluta
slöngunnar þar til hann situr fastur (skýringarmynd 8).
Til að fjarlægja aukabúnað: haldið í efsta hluta slöngunnar og grípið í ytri brún aukabúnaðarins.
Togið þar til hann losnar frá slöngunni (skýringarmynd 9).
52 I 37889-01B