3M DBI Sala KF71201466 Manual Del Usuario página 99

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 47
3.0 UPPSETNING
3.1
SKIPULAGNING: Skipuleggið fallvarnarkerfið áður en vinna hefst. Íhugið alla þætti sem gætu haft áhrif á öryggi,
bæði fyrir fall, á meðan að fall á sér stað og eftir fall. Takið tillit til allra krafa og takmarkana sem teknar eru fram í
hluta 1.
3.2
FESTINGAR: Veljið festistað þar sem hættan á fríu falli og sveiflufalli er sem minnst (sjá hluta 1). Veljið traustan
festistað sem þolir það stöðuálag sem tekið er fram í hluta 1.
3.3
FESTING VIÐ LÍKAMA: Fallvarnartaug/staðsetningartaug skal nota með fallvarnarbelti eða öryggisbelti. Ef um
fallvörn er að ræða skal festa dragreipið við viðeigandi festibúnað (D-hring - sjá skýringarmynd 6) á fallvarnarbeltinu
eða öryggisbeltinu. Leitið í leiðbeiningarnar sem fylgja með fallvarnarbeltinu eða öryggisbeltinu annars
fallvarnarbúnaðar og fylgið ráðleggingum um festingar eftir.
3.4
TENGINGAR: Þegar krókur er tengdur við akkerisfestingu, eða þegar verið er að tengja saman einstaka íhluti
kerfisins, skal tryggja að engar tengingar geti losnað. Tengingar losna þegar núningur á milli króksins og tengisins
veldur því að krókfestingin opnast óvart og losnar. Nota skal sjálf-læsandi smellikróka og karabínur til að draga
úr þessari hættu. Ekki skal nota króka eða tengi sem lokast ekki algjörlega þegar þau eru tengd við festingar. Sjá
leiðbeiningar frá framleiðendum undirkerfa til að fá frekari upplýsingar um hvernig ganga skal frá tengingum.
3.5
TENGDU VIÐ DRAGREIPI FYRIR STAÐSETNINGU VIÐ VINNU: Við tengingu skaltu tryggja að losun geti ekki
átt sér stað. (Sjá kafla 2.5 „Tengi") Tengingar losna þegar núningur á milli króksins og tengisins veldur því að
krókfestingin opnast óvart og losnar. Staðfestu trygga festingu, viðeigandi tengi og reipisstillingu:
• Fullnægjandi festistyrk.
• Smellukrókur og karabína rétt tengd við líkamsöryggisbelti eða líkamsbelti.
• Dragreipi getur ekki runnið niður eða framhjá festipunkti.
• Dragreipi er með rétta strekkingu.
4.0 NOTKUN
;
Byrjendur eða aðilar sem nota dragreipi sjaldan ættu að fara yfir „Öryggisupplýsingar" í byrjun þessarar
handbókar áður en þeir nota dragreipið.
4.1
SKOÐUN AF HÁLFU STARFSMANNS: Fyrir hverja notkun skal skoða dragreipið samkvæmt gátlistanum í Eftirlits-
og viðhaldsskrá (tafla 2). Ef skoðun leiðir í ljós óörugg skilyrði eða gefur til kynna að dragreipið hafi orðið fyrir
skemmdum eða álags vegna falls verður að taka dragreipið úr notkun og farga því.
4.2
NOTKUN: Festið ávallt þann enda dragreipisins sem styður við líkamann við fallvarnarbelti eða öryggisbelti fyrst
og svo legginn við hentuga festingu. Látið slaka dragreipisins nálægt fallhættu vera í lágmarki með því að vinna
eins nálægt festingunni og hægt er. Upplýsingar um stoð við líkamann og festingu festibúnaðar má finna í kafla 3.
Athugaðu reglulega festingar og / eða stillingarþætti meðan á notkun stendur.
4.3
EFTIR FALL: Öll dragreipi sem hafa orðið fyrir álagi vegna varnar við falli eða hafa ummerki um skemmdir sem
samsvara varni gegn falli samkvæmt því sem tekið er fram í Uppsetningar- og viðhaldsskrá (tafla 2) verður að taka úr
notkun samstundis og farga.
5.0 SKOÐUN
5.1
SKOÐUNARTÍÐNI: Dragreipið með skal skoða með því millibili sem tekið er fram í hlta 2. Skoðunaraðferðum er lýst í
„Eftirlits- og viðhaldsskrá" (tafla 2).
;
Erfiðar vinnuaðstæður (óblítt umhverfi, langvarandi notkun, o.s.frv.) geta haft í för með sér tíðari skoðun.
5.2
ÓÖRUGGAR AÐSTÆÐUR EÐA GALLAR: Ef gallar koma í ljós við skoðun, skal fjarlægja dragreipið umsvifalaust úr
umferð og farga því til að koma í veg fyrir að það sé notað fyrir slysni. Dragreipi eru ekki viðgerðarhæf.
5.3
LÍFTÍMI VÖRU: Endingartími 3M dragreipa ræðst af vinnuaðstæðum og viðhaldi. Hámarkslíftími getur verið frá 1 ári
við mikla notkun í öfgakenndum aðstæðum til 10 ára ef notkun er lítil og aðstæður eru vægar. Nota má vöruna áfram
svo lengi sem hún stenst skoðunarkröfur og það í allt að 10 ár.
5.4
RFID-MERKI (RAFTÍÐNIAUÐKENNING): Dragreipið er búið merki með raftíðniauðkenningu (sjá skýringarmynd
7). RFID-merkið má nota með lófalestækjum og vefgáttum til að einfalda eftirlit og birgðastjórnun og skrá
fallvarnarbúnað. Nánari upplýsingar má fá hjá sölufulltrúa 3M (sjá bakhlið). Fylgið leiðbeiningunum sem fylgja með
lófatækinu eða notið vefgáttina til að flytja gögn yfir í vefdagbókina.
99

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

1201466

Tabla de contenido