ÍSLENSKA
1. Lýsandi upplýsingar
1.1 Fyrirhuguð notkun
Provox FreeHands FlexiVoice sameinar lungnaþjálfun, með varma- og
rakaskiptibúnaði, og raddþjálfun, með sjálfvirkum talventli eða handvirkri lokun,
hjá sjúklingum sem gengist hafa undir brottnám barkakýlis og notast við talventil.
1.2 FRÁBENDINGAR
Provox FreeHands FlexiVoice er ekki ætlað til notkunar hjá sjúklingum sem
geta ekki fjarlægt búnaðinn eða stýrt honum, nema sjúklingurinn sé undir
stöðugu eftirliti heilbrigðisstarfsmanns eða þjálfaðs umönnunaraðila. Sem
dæmi má nefna sjúklinga sem geta ekki hreyft handleggina, sjúklinga með
skerta meðvitund eða sjúklinga með sjúkdóma sem auka líkur á endurteknu
og ófyrirsjáanlegu meðvitundarleysi.
1.3 Lýsing á búnaðinum
Provox FreeHands FlexiVoice samanstendur af tveimur samsettum hlutum;
talventli sem aðeins er notaður fyrir einn sjúkling, og einnota varma- og
rakaskiptihylki eða HME-hylki (e. heat and moisture exchanger cassette,
HME cassette) (mynd 1).
Talventillinn er úr plasti og himnan er gerð úr silíkoni. HME-hylkið er
einnig gert úr plasti og saltmeðhöndlaðri pólýúretankvoðu.
Tvær stillingar eru á talventlinum; sjálfvirk talstilling (Automatic Speaking
Mode) og læst stilling (Locked Mode) (mynd 2). Búnaðurinn er settur í sjálfvirka
talstillingu eða læsta stillingu með því að snúa efsta hluta talventilsins. Til
að tala er bæði hægt að nota sjálfvirka talventilinn og loka handvirkt fyrir
opið framan á búnaðinum. Báðar stillingarnar gefa kost á handvirkri lokun.
Talventillinn er í sjálfvirkri talstillingu þegar hreyfanlega himnan er ekki fest
með krækjunni (mynd 3). Í sjálfvirkri talstillingu lokast himnan sjálfkrafa við
útöndun. Útönduðu lofti er þá beint gegnum talventilinn. Við innöndun opnast
himnan sjálfkrafa á ný.
Í læstri stillingu er himnunni lokað með krækju sem festist í lykkju á himnunni
(mynd 4). Það kemur í veg fyrir að himnan lokist þegar andað er djúpt, til
dæmis við líkamlega áreynslu.
Fjórir mismunandi talventlar eru í boði þar sem viðnám himnunnar er misjafnt:
lítið viðnám, miðlungsmikið viðnám, mikið viðnám og mjög mikið viðnám.
Á þeim hluta himnunnar sem stendur fram úr búnaðinum má sjá 1, 2, 3 eða 4
punkta. Fjöldi punkta táknar viðnám himnunnar (mynd 5).
1 punktur = himna með litlu viðnámi (auðveldast að loka) (Light)
2 punktar = himna með miðlungsmiklu viðnámi (Medium)
3 punktar = himna með miklu viðnámi (Strong)
4 punktar = himna með mjög miklu viðnámi (XtraStrong)
„Arch" er aukabúnaður sem hægt er að nota með Provox FreeHands FlexiVoice
til að halda fatnaði frá opi búnaðarins. Þessum aukabúnaði er einfaldlega þrýst
ofan á framhluta Provox FreeHands FlexiVoice (mynd 6). Hafið í huga að þessi
aukabúnaður getur takmarkað aðgengi fyrir handvirka lokun, það fer eftir því
hvar honum er komið fyrir.
Hægt er að nota „Removal Aid" (mynd 7) til að fjarlægja HME-hylkið af
talventlinum.
78