is - Þýðing á upprunalegum leiðbeiningum
2 Flutningur og geymsla
2.1 Farðu yfir pöntunina
1.
Kannaðu ytra byrði pakkans í leit að
merkjum um skemmdir.
2.
Hafðu samband við dreifingaraðila okkar
innan átta daga frá móttöku ef sýnilegar
skemmdir eru á vörunni.
Fjarlægðu einingu úr pakkningunum
1.
Fylgdu viðkomandi skrefum:
–
Ef samstæðunni er pakkað í
pappakassa skal fjarlægja hefti og
opna kassann.
–
Ef samstæðunni er pakkað í
trékassa skal gæta að nöglum og
gjörðum þegar opnað er.
2.
Fjarlægðu skrúfur eða ólar sem notaðar
eru til að festa viðargrunninn.
2.1.1 Skoðaðu eininguna
1.
Fjarlægðu umbúðirnar.
Fargaðu öllum umbúðum í samræmi við
reglugerðir á staðnum.
2.
Kannaðu vöruna til að sjá hvort einhverjar
einingar hafi skaddast eða vanti.
3.
Ef við á, skal losa vöruna með því að
fjarlægja skrúfur, bolta og ólar.
4.
Hafið samband við söluaðila staðarins ef
það eru einhver mál.
Viðmiðunarreglur um flutninga
2.2
Varúðarráðstafanir
AÐVÖRUN:
Fylgið slysavarnarreglum sem eru í
gildi.
Hætta á að kremjast. Samstæðan
og íhlutir geta verið þungir. Notið
réttar lyftiaðferðir og klæðist ávallt
skóm með stáltá.
Athugið brúttóþyngd sem sýnd er utan á
umbúðum til að geta valið réttan lyftibúnað.
Staðsetning og festingar
Haldið dælunni eða dælueiningunni í sömu stöðu
og hún kom frá framleiðanda. Gangið úr skugga
um að dælan eða dælusamstæðan sé tryggilega
fest meðan hún er flutt og geti hvorki skriðið né
oltið.
AÐVÖRUN:
Ekki skal nota augabolta sem
skrúfaður er á vélina til að lyfta með
allri dælusamstæðunni.
Notið ekki öxulenda á dælunni eða
vélinni til að færa dæluna, vélina
eða samstæðuna til.
Nota má augabolta sem skrúfaðir eru í
vélina eingöngu til að færa mótorinn til eða
ef ekki er búið að jafnvægisstilla, til að lyfta
hluta af samstæðunni lóðrétt úr láréttri
stöðu.
Ávallt skal festa dæluna og flytja hana eins og
sýnt er á
.
Mynd 4
130
Samstæða án vélar
AÐVÖRUN:
Dælu og vél, sem keypt eru sitt í
hvoru lagi og síðan tengd saman, er
litið á sem nýja vél samkvæmt
Vélatilskipuninni 2006/42/EC. Sá sem
tengir saman samstæðuna er ábyrgur
fyrir öllum öryggisatriðum varðandi
hana og CE-merkingu.
2.3 Leiðbeiningar um geymslu
Geymslustaður
Vöruna skal geyma á lokuðum og þurrum stað
sem er laus við mikinn hita, óhreinindi og titring.
ATHUGA:
Verjið vöruna fyrir raka, hitagjöfum og
áverkum.
Setjið ekki mikinn þunga ofan á pakkaða
vöruna.
2.3.1 Langtímageymsla
Ef samstæðan er í geymslu meira en 6 mánuði
gildir þessar reglugerðir:
Geymið á lokuðum og þurrum stað.
Geymið eininguna þar sem engin hiti,
óhreinindi eða titringur er.
Snúið snúningsásinn með hendinni
nokkrum sinnum minnst þriðja hvern
mánuð.
Sjáið framleiðendur drifeiningar og tenginga um
langtímageymsluaðferðir.
Hafið samband við viðkomandi sölu- og
þjónustudeild varðandi spurningar um mögulega
meðferðarþjónustu langtímageymslu.
Umhverfishiti
Vöruna skal geyma við umhverfishitastig frá -5°C
til +40°C (23°F til 104°F).
3 Vörulýsing
3.1 Dælulýsing
Dælan er fjölþrepa miðflóttaaflsdæla með
sogdæluhjól´ln fyrir lágt NPSH (sogþrýstihæðar)
gildi. Dælan getur staðið lárétt eða lóðrátt,
beintengd við hefðbundna rafmótora.
Hægt er að nota dæluna fyrir meðhöndlun:
Kalt eða heitt vatn
Tær vökvi
Vökvar sem eru ekki kemískt sterkir eða
vélrænt of erfiðir fyrir efni dælunnar
Hægt er að afgreiða dælusamstæðuna (dælu
og rafvél) eða dæluna sér.
ATHUGA:
Ef keypt hefur verið dæla án vélar, skal tryggja
að vélin henti til að tengjast dælunni.
Notkunarsvið
Dælan er gerð fyrir:
Vatnsveita og vatnsmeðferð
Kæling og hitun vatnsveitunnar í iðnaði og
byggingarþjónustum