Descargar Imprimir esta página

Spectranetics TightRail Mini 540-009 Instrucciones De Uso página 57

Vaina de dilatación giratoria

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 103
8.2
Skoðun fyrir notkun
Fyrir notkun skal skoða dauðhreinsuðu pakkninguna til að tryggja að innsigli hafi ekki verið rofin. Allan búnað sem nota skal við meðferðina, þar á meðal
TightRail Mini slíðrið, þarf að skoða vandlega m.t.t. galla. Skoðið TightRail Mini slíðrið m.t.t. brota eða annarra skemmda. Ekki skal nota búnaðinn ef hann er
skemmdur eða ef komið er fram yfir síðasta notkunardag.
9.
SAMRÝMANLEIKI
Upplýsingar til að ákvarða samrýmanleika TightRail Mini slíðurs m.t.t. stærðar eru sýndar í töflu 1.
10. NOTKUNARLEIÐBEININGAR
10.1
Aðferð við uppsetningu
Undirbúningur TightRail Mini slíðursins:
Opnið dauðhreinsuðu umbúðirnar með dauðhreinsaðri tækni. Fjarlægið lokið úr bakkanum og lyftið tækinu varlega úr bakkanum, styðjið um leið við handfangið
og skaftið.
Undirbúningur sjúklings:
1. Aflið ítarlegra upplýsinga um sjúkling, þar á meðal blóðflokk. Viðeigandi blóðvörur skulu vera til staðar.
2. Ákvarðið framleiðanda, tegundarnúmer og dagsetningu ígræðslu leiðslunnar sem á að fjarlægja. Metið ástand leiðslu, gerð og staðsetningu með
myndgreiningu/hjartaómun.
3. Notið aðgerðarstofu með vönduðum gegnumlýsingabúnaði, gangráðsbúnaði, hjartastilli og fleiðruraufunar- og gollursástungubökkum.
4. Undirbúið og sveipið brjóst sjúklingsins vegna hugsanlegrar fleiðruraufunar, undirbúið og sveipið nára sjúklingsins vegna hugsanlegrar útdráttaraðgerðar
á lærlegg.
5. Sjáið til þess að skurðaðgerðarteymi sé til staðar.
6. Hafið varagangráðsbúnað til reiðu eftir þörfum.
7. Hafið við hendina auka TightRail Mini slíður, önnur slíður, læsikanna, kanna til að losa fastar leiðslur, snörur (lærleggsvinnustöð) og annan þann búnað sem
nauðsynlegur þykir.
10.2
Klínísk aðferð
1. Sjúklingar eru undirbúnir fyrir margar gerðir leiðsluútdráttar, þ.m.t. bráðahjartaaðgerð. Undirbúningur getur falið í sér: almenna barkasvæfingu eða
lyfjasljóvgun, rökun og undirbúning á brjósti og nárasvæði, hjartalínurit, ísetningu slagæðalínu og þvagleggs, gangráðsbúnað og hjartastilli, rafskurðareiningu
og bringubeinssög fyrir neyðartilvik.
2. Bráðabirgða gangráðsleiðsla er sett í alla sjúklinga sem þurfa gangráð. Undantekning er þó gerð hjá sjúklingum með ígræddan varanlegan gangráð þar sem
ekki á að fjarlægja leiðslurnar.
3. Gegnumlýsing verður notuð til að fylgjast með öllum hreyfingum í æðakerfinu.
4. Afhjúpið nærlægan enda leiðslunnar og fjarlægið alla sauma sem halda festihulsunni. Hreinsið ofvöxt frá leiðslunni eins og þarf til að afhjúpa aðgang að
bláæðinni. Skerið á endafestingu leiðslunnar og fjarlægið festihulsuna.
5. Losið skrúflínu leiðslunnar frá föstum leiðslum.
6. Skerið á tengi endafestingarinnar og fjarlægið festihulsuna.
7. Komið læstum leiðslulæsibúnaði fyrir í leiðslunni eins útlægt og mögulegt er og opnið læsibúnaðinn. Festið viðeigandi lengd af saum við nærlægan enda
leiðslunnar og háspennukapla fyrir aukið tog.
8. Bleytið innra holrými TightRail Mini slíðursins og ytri hulsuna.
9. Ef ytra slíður er notað, skal skola innra holrýmið og setja það yfir TightRail Mini slíðrið.
10. Styðjið við handfangið og skaftið á TightRail Mini tækinu á meðan því er komið fyrir á læsikannanum og markleiðslunni.
11. Útdráttartækni:
a. Viðhaldið stöðugu togi á leiðsluna og/eða læsikannann til að viðhalda stöðugri "teina" stöðu með leiðslunni, samhliða því að halda við samása legu
TightRail  Mini slíðursins. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja örugga leið TightRail  Mini slíðursins yfir leiðsluna. Ef togið er ófullnægjandi, getur leiðslan
aflagast og þannig hindrað TightRail Mini slíðrið í því að fara rétta leið.
b. Með leiðsluna spennta skal færa TightRail Mini slíðrið yfir leiðsluna þar til kemur að hindruninni. Þegar ytra slíður er notað, skal beita "lirfu" tækninni til að
færa ytra slíðrið og TightRail Mini slíðrið yfir leiðsluna.
c. Notið eftirfarandi leiðbeiningar til að ákvarða hvort vefjahindrun sé mætt:
TightRail Mini slíðrið fer ekki inn í bláæðina.
TightRail Mini slíðrið bognar þegar langsum þrýstingi er beitt.
Gegnumlýsing sýnir að oddur slíðursins fer ekki inn í samræmi við leiðsluna.
Gegnumlýsing sýnir að TightRail Mini slíðursoddurinn er ekki flæktur í leiðslurafskauti, beygju á leiðslu eða annarri leiðslu.
d. Þegar hindrun er mætt og TightRail Mini slíðrið kemst ekki inn:
Notið AP og hornrétta gegnumlýsingu til að tryggja að oddur TightRail Mini slíðursins sé samhliða og samása láréttum ás leiðslunnar.
Ef valfrjálsa ytra slíðrið er notað skal draga ytra slíðrið til baka svo að fjarlægur endi þess skarist ekki við odd TightRail Mini slíðursins. Þrýstið TightRail Mini
slíðrinu gætilega inn í hindrunarvefinn.
Beitið léttum þrýstingi á TightRail Mini slíðrið til að ýta tækinu inn á meðan þrýst er á gikkinn til virkja víkkunarbúnaðinn. Notið tog á læsikannann á
meðan vefirnir eru víkkaðir út.
Þegar þrýst er á gikkinn dregst víkkunarbúnaðurinn út, snýst og dregst aftur inn. Víkkunarbúnaðurinn dregst inn í slíðuroddinn þegar gikknum
er sleppt.
Ef þrýst er létt á gikkinn mun snúningsátt víkkunarbúnaðarins ekki breytast.
Setjið gikkinn aftur í framvísandi stöðu eftir hvert skipti sem þrýst er á hann.
Þegar TightRail Mini slíðrið hefur brotist í gegnum hindrunina má hætta að virkja víkkunarbúnaðinn þar til kemur að næsta bandvefssvæði.
Fylgist með öllum hreyfingum og aðgerðum tækisins með gegnumlýsingartæki.
Ef þörf krefur má færa ytra slíðrið til á TightRail Mini slíðrinu.
e. Ef togtækið missir takið á leiðslunni, er nauðsynlegt að fjarlægja TightRail Mini slíðrið og ytra slíðrið og koma nýju togtæki fyrir áður en haldið er áfram með
TightRail Mini slíðrið.
f.
Eftir að komist hefur verið gegnum hindrunina má færa TightRail Mini slíðrið og valfrjálst ytra slíðrið að næstu staðsetningu eða hindrun á leiðslunni og
endurtaka ferlið eins og lýst er í 11 (a-d) hér að ofan.
P008138-A 09SEP21 (2021-09-09)
TightRail Mini
TM
Snúningsvíkkunarslíður
Leiðbeiningar um
Notkun
Icelandic / Íslenska
57

Publicidad

loading

Productos relacionados para Spectranetics TightRail Mini 540-009

Este manual también es adecuado para:

Tightrail mini 540-011