10. ENDINGARTÍMI VÖRUNNAR
Mælt er með því að þú skiptir tækinu út innan 5 ára frá því
það það var framleitt. Endingartími vörunnar ræðst mjög af
því umhverfi þar sem hún er geymd, notuð, þjónustuð og
viðhaldið. Notandinn þarf að skoða vöruna reglubundið til
þess að skera úr um hvort líftíma hennar sé lokið. Sem dæmi
um vísbendingar um að líftíma vörunnar sé lokið má nefna:
• Sjáanlega galla á borð við sprungur, aflögun eða lausa eða
horfna hluta hennar.
• Þegar notandi finnur fyrir skertri hljóðeinangrun
heyrnarhlífanna eða heyrir undarleg eða óeðlilega hávær
hljóð frá rafrænum hljóðbúnaði þeirra.
ATHUGASEMD: Rafhlöður varða ekki endingartíma vörunnar.
11. HREINSUN OG VIÐHALD
Skoðaðu ástandið á rafhlöðum vörunnar. Skiptu um þær ef
vart verður við rafhlöðuleka eða -galla.
Notaðu klút vættan í sápu og heitu vatni til þess að hreinsa
ytri skálar, höfuðspöng og eyrnapúða.
ATHUGASEMD: EKKI setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn.
Ef heyrnarhlífarnar blotna í rigningu eða af svita, skaltu snúa
eyrnahlífunum út, fjarlægja eyrnapúða og frauðfóður og láta
allt þorna áður en þær eru settar saman á ný. Eyrnapúðar og
frauðfóður getur skemmst við notkun og leita ætti reglubundið
að sprungum í þeim og öðrum skemmdum. 3M mælir með því
að skipt sé um frauðfóður og eyrnapúða að minnsta kosti
tvisvar á ári við reglubundna notkun til þess að tryggja
áreiðanlega hljóðdeyfingu, hreinlæti og þægindi. Skemmist
eyrnapúði, ber að skipta um hann. Sjá kafla um varahluti hér
að neðan.
11.1. AÐ FJARLÆGJA EYRNAPÚÐA OG SKIPTA
UM ÞÁ
(Mynd D:1 - D:3)
D:1 Settu fingur undir innri brún eyrnapúðans og kipptu
honum ákveðið beint út til þess að fjarlægja hann.
D:2 Fjarlægðu frauðfóður sem fyrir er og settu nýtt í staðinn.
D:3 Komdu annarri hlið eyrnapúðans fyrir í grópinni á
eyrnaskálinni og þrýstu svo hinum megin á þar til eyrnapúðinn
smellur á sinn stað.
12. VARAHLUTIR OG FYLGIHLUTIR
Vörunúmer
HY83
Hreinlætisbúnaður.
Hreinlætisbúnaður til að skipta um, tveir
deyfipúðar, tveir frauðhringir og tveir
ásmelltir þéttihringir.
HY80
Gelhringir fyrir iðnaðarheyrnartól.
Einangrandi gelpúðar með ofurþunnu
fjölúreþanlagi, tvöföldu yfirborðslagi og
gelfylltri silíkonblöðru með frauðfóðrun.
HY100A
Einnota verndarhlífar.
Einnota hlíf sem auðvelt er að setja á
eyrnapúðana. 100 pör í pakka.
HYM1000
Hljóðnemahlíf.
Raka- og vindhelt hreinlætislímband sem
verndar talnemann og lengir endingartíma
hans um leið. Pakki með 4,5 metra lengju
dugar til um það bil 50 skipta.
MT73/1
Dýnamískur hljóðnemi.
Vatnstefjandi dýnamískur bómuhljóðnemi
með vindgnauðsvörn. Staðalbúnaður með
vörunni.
MT7V/1
Dýnamískur talnemi með festingu fyrir
Versaflo M-300 vörulínuna.
MT90-02
Hálshljóðnemi.
Dýnamískur hálshljóðnemi (laryngophone).
M171/2
Vindhlíf fyrir styrkstýrða hljóðnema.
Virkar vel gegn vindgnauði, eykur endingu
hljóðnemans og hlífir honum. Ein hlíf í
pakka.
ACK081
Rafhlaða.
Staðalbúnaður með vörunni.
ATHUGASEMD: Notaðu eftirfarandi
rafhlöður í þetta tæki: 3M™ PELTOR™
ACK081 hlaðið með snúru 3M™
PELTOR™ AL2AI tengdri við 3M™
Peltor™ FR08 (aflgjafa).
AL2AI/SP
Hleðslusnúra.
USB-snúra til tengingar við ACK081.
FR08
Aflgjafi.
Aflgjafi fyrir AL2AI/ACK081.
FL5602-50
Ytra PTT.
Ýta-og-tala hnappur með tengisnúru fyrir
ytri sendingarstjórnun innbyggðs
fjarskiptaviðtækis
FL6BR
Tengileiðsla.
Með Peltor J11 tengi (gerð Nexus TP-120)
til að nota með Peltor-millistykki og ytra
fjarskiptaviðtæki. Aflaðu þér nánari
upplýsinga hjá 3M™ PELTOR™ sölumanni
þínum.
IS
Heiti
140