Lowara e-LINE Serie Manual De Instalación, Uso Y Mantenimiento página 153

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 56
3.6
Röng notkun
AÐVÖRUN:
Þessi vara var hönnuð og byggð fyrir þá
notkun sem lýst er í kaflanum Ætluð notkun.
Það er stranglega bannað að nota vöruna á
nokkurn annan hátt, svo ávallt hægt sé að
tryggja öryggi notanda og skilvirkni vörunnar.
HÆTTA:
Það er stranglega bannað að nota þessa
vöru til að dæla eldfimum eða sprengifimum
vökvum, eða bæði.
HÆTTA: Möguleg hætta á sprengifimu
andrúmslofti
Notkun á rafmagnsdælunni í umhverfi með
mögulega sprengifimu andrúmslofti eða með
eldfimu ryki (t.d. viðarryki, hveiti, sykur og
korn) er stranglega bönnuð.
Dæmi um ranga notkun
 Dæling á vökva sem er ekki í samræmi við efnin
sem rafmagnsdælan er gerð úr
 Dæling á hættulegum vökvum (t.d. eitruðum,
sprengifimum, eldfimum eða tærandi vökvum)
 Dæling á vökva með slípandi, föstum eða
trefjaríkum efnum
 Notkun á rafmagnsdælunni fyrir meira streymi en
sagt er fyrir um á merkiplötu.
Dæmi um ranga uppsetningu
 Hættulegir staðir (t.d. sprengifimt eða tærandi
andrúmsloft)
 Svæði þar sem hitastig er mjög hátt og/eða
loftræsting slæm
 Uppsetning utanhúss án varnar gegn regni eða frosti.
3.7
Notkun á vatnsdreifikerfum til
manneldis
Sýnið aðgát þegar rafmagnsdælan er tengd við
vatnsveitustokk í almennings- eða einkaeigu, eða við brunn
sem er ætlaður til að veita vatn til mann- og/eða dýraeldis.
AÐVÖRUN:
 Það er bannað að nota rafmagnsdæluna ef
hún hefur verið notuð áður til að dæla
öðrum vökvum en drykkjarvatni
 Grípið til viðeigandi ráðstafana við flutning
og geymslu til að koma í veg fyrir mengun
frá utanaðkomandi efnum
 Takið rafmagnsdæluna úr umbúðunum
skömmu fyrir uppsetningu og gætið þess
að hún mengist ekki
 Eftir uppsetningu skal láta rafmagnsdæluna
ganga í nokkrar mínútur með nokkrum opnum
veitum til þess að skola innan úr kerfinu.
is - Þýðing á upprunalegum leiðbeiningum
3.8
Sérstök notkun
Hafið samband við Xylem eða viðurkenndan dreifiaðila
í eftirfarandi tilfellum:
 Ef vökvinn sem dæla þarf hefur þéttleika og seigju
sem er meiri en vatns (t.d. blanda vatns og glýkóls)
 Ef dæluvökvinn er meðhöndlaður með
efnablöndum, til dæmis mýktur, afjónaður, steinefni
fjarlægð úr honum o.s.frv.
 Allar aðstæður sem víkja frá þeim sem lýst er og
tengjast eðli vökvans.
4
Uppsetning
Varúðarráðstafanir
Verið viss um að hafa lesið og skilið
öryggisleiðbeiningarnar í kaflanum um Inngang og
öryggi áður en vinna hefst.
AÐVÖRUN:
 Notið ávallt hlífðarbúnað
 Notið ávallt viðeigandi vinnuáhöld
 Þegar valinn er staður fyrir uppsetningu og
tengingu einingarinnar við vökva- og
rafmagnsveitur, verður að fylgja núgildandi
reglum stranglega.
AÐVÖRUN:
Þegar rafmagnsdælan er tengd við
vatnsveitustokk í almennings- eða einkaeigu,
eða við brunn sem er ætlaður til að veita vatn
til mann- og/eða dýraeldis:
 Það er bannað að nota rafmagnsdæluna ef
hún hefur verið notuð áður til að dæla
öðrum vökvum en drykkjarvatni
 Takið rafmagnsdæluna úr umbúðunum
skömmu fyrir uppsetningu og gætið þess
að hún mengist ekki
 Farið eftir öllum kröfum tengdra yfirvalda
og fyrirtækja.
4.1
Uppsetning vélbúnaðar
Hægt er að setja rafmagnsdæluna:
 Beint á leiðslurnar, ef þær eru vel festar og þola
þyngd hennar
 Á steypugrunn með valfrjálsum festingum.
4.1.1
Uppsetningarsvæði
1.
Setjið rafmagnsdæluna upp fyrir ofan gólfhæð ef
hægt er.
2.
Gangið úr skugga um að uppsetningarsvæðið sé
varið gegn vökvalekum og flóðum.
3.
Farið eftir kröfunum í kaflanum um
Starfsumhverfi.
Bil á milli veggs og mótorviftunnar
 Til að tryggja nægilega loftræstingu: ≥ 100 mm
 Til að gera það kleift að skoða og fjarlægja
mótorinn: ≥ 300 mm.
Ef plássið er minna skal lesa tæknibæklinginn.
153

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

E-lnt serieE-lineeE-linesE-lnteE-lnts

Tabla de contenido