g) Vængir
h) Hringur fyrir barkaraufarhlíf
i) Göt
1.4 VARNAÐARORÐ
• EKKI má endurnýta notaðan Provox LaryTube búnað hjá öðrum sjúklingum.
Búnaðurinn er eingöngu ætlaður til notkunar fyrir einn sjúkling. Ef hann er
notaður hjá öðrum sjúklingi getur það valdið víxlmengun.
• EKKI má nota smurefni ef sjúklingurinn er með ofnæmi fyrir slíkum efnum.
• TRYGGIÐ að sjúklingurinn hafi fengið þjálfun í notkun búnaðarins.
Sjúklingurinn ætti að sýna fram á getu til að skilja og fylgja notkunar-
leiðbeiningum með stöðugum hætti án eftirlits læknis.
1.5 VARÚÐARRÁÐSTAFANIR
• Notið alltaf Provox LaryTube búnað af viðeigandi stærð. Ef Provox LaryTube
búnaðurinn er of breiður, of þröngur, of langur eða of stuttur getur hann
valdið vefjaskemmdum, blæðingu eða ertingu. Að auki getur verið erfiðara
að tala, vegna þess að LaryTube búnaðurinn getur lokað fyrir talventilinn.
Ef Provox LaryTube búnaðurinn er ekki af réttri stærð getur talventillinn
orðið fyrir þrýstingi þegar HME hylkið er sett inn, það fjarlægt eða þrýst á
það. Of þröngur LaryTube búnaður getur valdið því að barkaraufin þrengist.
• EKKI beita afli við ísetningu búnaðarins. Ávallt skal setja Provox LaryTube
búnaðinn inn og fjarlægja hann í samræmi við leiðbeiningarnar hér fyrir
neðan. Ef búnaðinum er ýtt of langt inn í barkann getur hann hindrað öndun.
Ef afli er beitt við ísetningu búnaðarins getur það valdið vefjaskemmdum,
blæðingu eða ertingu, og talventillinn og/eða XtraFlange (ef til staðar) getur
færst úr stað.
• Ef götun er nauðsynleg skal tryggja að Provox Fenestration Punch sé
notað við verkið. Það tryggir að götin verði lítil og slétt. Ef götin eru of
stór getur talventillinn eða XtraFlange færst úr stað. Göt með skörpum
brúnum geta valdið því að holdgunarvefur myndist. Gangið úr skugga
um að engar sílíkonleifar séu til staðar í götunum eða holrými LaryTube
búnaðarins eftir götun.
• EKKI má nota óhreinan eða mengaðan Provox LaryTube búnað. Hreinsið
og sótthreinsið búnaðinn samkvæmt leiðbeiningum um hreinsun og
sótthreinsun hér fyrir neðan.
• EKKI má nota skemmdan búnað þar sem slíkt getur valdið því að smáhlutir
berist í öndunarveg eða holdgunarvefur myndist.
• Notið aðeins vatnsleysanleg smurefni. Ekki skal nota smurefni sem eru að
uppistöðu úr olíuefnum (t.d. vaselín) þar sem þau geta veikt, skaðað eða
eyðilagt búnaðinn.
• Fylgjast skal vandlega með vefnum í barkaraufinni meðan á geislameðferð
94