VELKOMIN Í HEIM
OBERAIGNER!
Lesið notkunarleiðbeiningarnar vandlega og kynnið ykkur ökutækið
áður en farið er í fyrsta aksturinn. Farið eftir tilmælum og viðvörunum í
notkunarleiðbeiningunum til að tryggja öryggi ykkar og góða endingu
ökutækisins. Röng notkun getur valdið slysum á mönnum og skemmdum á
ökutækinu. Oberaigner leitast stöðugt við að uppfæra ökutæki sín til nýjustu
gerðar tækninnar. Oberaigner gerir því fyrirvara um breytingar í útbúnaði og
tækni. Þess vegna getur lýsingin í einstaka tilfellum vikið frá því sem á við um
ökutæki þitt. Geymið þessi gögn ávallt í ökutækinu. Ef ökutækið er selt aftur
þarf að afhenda þau nýjum eiganda.