4. LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Hér er fjallað um aldrifskerfi til að bæta grip, snerpu og stöðugleika í akstri. Ökutækið
hentar ekki til erfiðs aksturs utan vega eða í mikilli ófærð.
4.1 Akstur utan vega
Vegna hönnunar sinnar hentar ökutækið aðeins til auðvelds aksturs utan vega og á
lélegum vegslóðum.
Við notkun í torfærum ætti ekki að leggja ökutækinu í bröttum brekkum eða í bratta þar
sem undirlagið er laust og ójafnt.
Við akstur utan vega geta t.d. sandur, leðja og vatn svo og olíumengun komist inn í hemlana.
Þetta getur dregið úr hemlunarvirkni eða að aksturs- og stöðuhemlarnir hætta að virka
svo og valdið meira sliti. Hemlunareiginleikarnir breytast eftir því hvaða efni ekið er í.
Ef staðfest er að hemlunarvirknin hafi minnkað þar að láta fagverkstæði fara yfir
hemlakerfið tafarlaust. Gætið að því í akstri að breytingar hafa orðið á eiginleikum
hemlanna.
Akstur utan vega eykur möguleikann á skemmdum á ökutækinu, sem afleiðing af því að
aflrásir eða kerfi hafa hætt að virka. Aðlagið aksturinn að aðstæðum utan vega. Akið af
gætni. Látið lagfæra bilanir á ökutækinu tafarlaust á fagverkstæði.
4.1.1 Hreinsun ökutækisins eftir akstur utan vega
Hreinsið hemlana alltaf eftir akstur utan vega.
Fjarlægið óhreinindi og leðju af framdrifinu og umhverfis það áður að þau
ná að þorna – annars getur vindkólnunin vegna akstursins haft áhrif á þau
og valdið skemmdum á drifinu og drifásunum.
202