2. LEIÐBEININGAR FRAMLEIÐANDI
GRUNNÖKUTÆKIS
2.1 Volkswagen AG
Vegna þess að Oberaigner aldrifsbreytingar hafa verið gerðar á Volkswagen Nutzfahrzeuge
grunnatvinnuökutæki þínu hafa eiginleikar ökutækisins breyst. Vinsamlegast sýnið því
skilning að Volkswagen AG tekur ekki á sig neina bótaábyrgð vegna óhagstæðrar virkni
sem kemur upp sem afleiðing af aldrifsbreytingu Oberaigner á ökutækinu.
2.2 MAN Truck & Bus AG
Með því að Oberaigner breytingar í aldrif hafa verið gerðar á MAN grunnatvinnuökutæki
þínu hafa eiginleikar ökutækisins breyst. Vinsamlegast sýnið því skilning MAN Truck &
Bus AG tekur ekki á sig neina bótaábyrgð vegna óhagstæðrar virkni sem kemur upp sem
afleiðing af aldrifsbreytingu á ökutækinu.
3. UPPLÝSINGAR UM ALDRIFSKERFIÐ
Ökutækið er búið sívirku aldrifi með sjálflæsandi millikassa.
3.1 Virkni/yfirbygging
Í akstri með sívirku aldrifi eru öll hjól alltaf drifin. Framás og afturás eru tengdir með
millikassa. Þessi millikassi jafnar út snúningshraða milli ásanna (aðallega í beygjum) og
kemur þannig í veg fyrir álag á drifrásina.
I Crafter/TGE með Oberaigner aldrifi er notaður algerlega vélrænn, sjálflæsandi millikassi.
Hann er byggður upp sem titringsfrítt plánetudrif. Það dreifir snúningsátakinu ósamhverft
milli framássins og afturássins.
3.2 Dreifing krafta
Í venjulegum akstri er dreifingin á drifkraftinum milli framáss og afturáss 42:58%.
Þessi drefing á drifkraftinum var valin þar sem leyfilegur ásþungi að aftan er hærri
en leyfilegur ásþungi að framan. Auk þess er þessi dreifing sú sem hentar best fyrir
viðkomandi útfærslu á atvinnuökutæki og gefur besta gripið.
Ef grip eins ássins minnkar kemur fram læsingarátak í millikassanum og kraftarnir til
ásanna eru fluttir með betra núningsgildi í þessari stöðu. Hægt er að beina allt að 60% af
drifkraftinum til framássins og allt að 78% að afturásnum.
200