1. INNGANGUR
Þessar leiðbeiningar eru viðauki við upprunalegar notkunarleiðbeiningar ökutækisins frá
Volkswagen/MAN og veitir viðbótarupplýsingar sem eiga við um Oberaigner-aldrifsökutæki
sem þarf að taka tillit til við viðhald og viðgerðir á aldrifskerfinu. Þau atriði sem hér eru
nefnd gilda auk þess sem viðauki eða samantekt varðandi gildandi notkunarleiðbeiningar
Volkswagen/MAN svo og leiðbeiningar um yfirbyggingar sem varða grunnökutækið sem
ekki er fjallað um hér, ásamt leiðbeiningum varðandi öryggi ökutækisins sem eru í gildi.
Geymið þessar leiðbeiningar hjá notkunarleiðbeiningum ökutækisins.
1.1 Tákn og skammstafanir
Leiðbeiningar um skemmdir sem geta orðið á ökutækinu.
Gagnlegar leiðbeiningar eða nánari upplýsingar sem geta komið að gagni.
Viðvaranir, hafið í huga hættur í tengslum við aldrifskerfið frá Oberaigner og
þegar drepið er á ökutækinu.
198